Taktu stjórn á tímaskráningunni áður en hún tekur stjórn á þér

26.08.25 8:45 - By Gunnar

„Svar er því ótvírætt leiðandi sérfræðingur í tímaskráningarkerfum og tengdri þjónustu með lausnir sem nýtast íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum. Við bjóðum upp á yfirgripsmikla þekkingu á upplýsingakerfum og aðlögum lausnir að þörfum hvers viðskiptavinar enda eru einkunnarorð okkar: Fagmennska, þekking og þjónusta,“ segir Linda Wessman sölustjóri Svar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er gíf­ur­leg­ur sparnaður sem hlýst með ná­kvæmri tíma­skrán­ingu. Þann 1. júlí 2024 voru inn­leidd lög um að öll­um fyr­ir­tækj­um beri skylda til að út­vega starfs­fólki sínu ra­f­ræna tíma­skrán­ingu og höf­um við fengið mjög já­kvæð viðbrögð við þess­um lög­um sem við styðjum fylli­lega. Að okk­ar mati þá býr gott tíma­skrán­ing­ar­kerfi til ör­yggi í kring­um bæði starfs­fólk og fyr­ir­tæki,“ seg­ir Linda Wessman, sölu­stjóri Svars.

Svar ehf hef­ur verið lengi á markaði og þró­ast í takt við breytta tækni og þarf­ir fyr­ir­tækja. „Svar var stofnað árið 1982 og hef­ur farið í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar í gegn­um árin. Upp­haf­lega snér­ist rekst­ur­inn um sím­kerfi og sím­kerfaþjón­ustu en nú höf­um við breytt áhersl­um okk­ar og sér­hæft okk­ur í upp­lýs­inga­kerf­um, bók­halds­kerf­um og lausn­um tengd­um því þó vissu­lega séu sím­kerfi og net hluti af starf­semi okk­ar. Við selj­um og þjón­ust­um meðal ann­ars Microsoft 365, Uniconta, Zoho CRM, In­temp­us, TimeLog, Curio Time og nú ný­lega OS Wor­ker. Það sem við höf­um lagt áherslu á síðustu ár er tíma­skrán­ing­ar­kerfi fyr­ir fyr­ir­tæki og grein­ingu á lausn­um fyr­ir fyr­ir­tæki.“

Fjöl­breytt­ir val­kost­ir

„Við bjóðum upp á fjöl­breytta val­kosti í tíma­skrán­ing­um til að mæta þörf­um viðskipta­vina okk­ar. In­temp­us er ein stærsta lausn­in sem við selj­um en við höf­um verið með það á markaði síðan 2017. Kerfið nýt­ur mik­illa vin­sælda og eru um 800 not­end­ur í því hverju sinni. In­temp­us er mjög hag­nýtt og ein­falt í notk­un. Starfs­menn geta skráð tíma, efni, veik­indi og frí í gegn­um app í sím­an­um og það get­ur tengst við bók­halds­kerfi fyr­ir samþætt­ar upp­lýs­ing­ar.

Einnig bjóðum við Curio Time, sem er tíma­skrán­ing­ar­kerfi tengt við kjara­sam­inga. Með inn­leiðingu nýrra laga í fyrra hef­ur Curio Time orðið mjög vin­sælt og hent­ar vel fyr­ir hvers­kon­ar fyr­ir­tæki, hót­el og veit­ingastaði þar sem kerfið er með vaktar­fyr­ir­komu­lag og held­ur utan um or­lof og veik­inda starfs­manna,“ seg­ir Linda. 

TimeLog og OS Wor­ker er nýj­asta tíma­skrán­ing­ar­kerfið

Hjá Svari er fylgst með öllu því nýj­asta og besta á markaðnum. „Eitt af nýju tíma­skrán­ing­ar­kerf­un­um okk­ar, TimeLog, er sér­stak­lega hent­ugt fyr­ir fyr­ir­tæki þar sem starfs­fólk vinn­ur á skrif­stof­unni og þarf að skrá tíma á mörg verk yfir dag­inn, eins og arki­tekta og verk­fræðistof­ur. Með TimeLog er auðvelt að hoppa á milli verk­efna og held­ur for­ritið utan um all­ar skrán­ing­ar á þeim verk­um sem verið er að vinna í,“ seg­ir Linda og bæt­ir við:

„Einnig höf­um við ný­lega tekið upp sam­starf við OS Wor­ker, sem er mjög öfl­ugt tíma- og verk­skrán­ing­ar­kerfi. Það sem ger­ir OS Wor­ker að sér­stakri lausn er að það teng­ist bók­hald­inu beint. Við bind­um mikl­ar von­ir við OS Wor­ker og mun­um kynna það bæði á Sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni og Iðnaðar­sýn­ing­unni í haust. OS Wor­ker er á ís­lensku og hef­ur yfir 35.000 not­end­ur um all­an heim.“

Góð og áreiðan­leg þjón­usta er grunn­gildi Svar og all­ir starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru staðráðnir í að veita heiðarlega og fag­lega þjón­ustu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvernig hef­ur markaður­inn tekið þess­um lausn­um?


„Það er mik­ill áhugi á tíma­skrán­ing­ar­kerf­um okk­ar, sér­stak­lega þegar við sjá­um hvernig lög­in hafa breyst og ýtt und­ir aukna þörf fyr­ir tíma­skrán­ingu á ís­lensk­um vinnu­markaði. Við höf­um í raun séð aukn­ingu í notk­un eft­ir að nýju lög­in voru inn­leidd fyr­ir rúmu ári. Fyr­ir­tæki eru að verða meðvitaðri um mik­il­vægi þess að hafa ná­kvæma og gegn­sæja tíma- og verk­skrán­ingu. Þetta hef­ur hjálpað til við að bæta ferla og aðlaga starf­semi að lög­um og regl­um,“ seg­ir Linda. 

Fyr­ir­tæki treysta Svari fyr­ir rekstr­in­um sín­um

Góð og áreiðan­leg þjón­usta er grunn­gildi fyr­ir­tæk­is­ins að sögn Lindu. „Fyr­ir­tæki treysta okk­ur fyr­ir rekstri sín­um og erum við stöðugt að bæta þjón­ustu okk­ar. Við höf­um einnig mikla þekk­ingu á samþætt­ingu á mis­mun­andi kerf­um sem ger­ir okk­ur að sér­fræðing­um í upp­lýs­inga­kerf­um. Því bjóðum við meira en bara tíma­skrán­ing­ar­kerfi. Við hjálp­um viðskipta­vin­um að samþætta kerfi sín og bæta vinnuflæði. Þetta hef­ur gert okk­ur að sterk­um þjón­ustuaðila á markaði.“

Linda seg­ir alla starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins staðráðnir í að veita heiðarlega og fag­lega þjón­ustu. „Við leggj­um metnað í það að eiga gott sam­band við viðskipta­vini okk­ar, tryggja að þeir fái það sem þeir þurfa og að kerf­in sem við selj­um séu í sam­ræmi við þarf­ir þeirra og grein­ingu. Við vinn­um í ná­inni sam­vinnu við viðskipta­vini okk­ar og eru lausn­ir okk­ar alltaf hannaðar með þá í huga. Þetta er það sem við erum stolt af og það sem hef­ur gert okk­ur að val­kost­um fyr­ir fyr­ir­tæki af ýms­um stærðum allt frá 3 starfs­mönn­um til yfir 350“.

Svar er leiðandi aðili í sér­hæf­ingu og þjón­ustu 


Á hvaða markaði hef­ur Svar verið að ná ár­angri?


„Svar hef­ur átt langt sam­starf við fyr­ir­tæki, bæði á Íslandi og í ná­granna­lönd­um. Við höf­um byggt upp ára­langa reynslu sem sér­fræðing­ar í upp­lýs­inga­kerf­um og bók­halds­kerf­um. Við veit­um ekki bara lausn­ir held­ur einnig lang­tímaþjón­ustu fyr­ir okk­ar viðskipta­vini. Við erum stolt af því að geta boðið lausn­ir sem eru ein­fald­ar í notk­un en á sama tíma öfl­ug­ar og sveigj­an­leg­ar til að mæta sér­tæk­um þörf­um fyr­ir­tækja.

Svar er því ótví­rætt leiðandi sér­fræðing­ur í tíma­skrán­ing­ar­kerf­um og tengdri þjón­ustu með lausn­ir sem nýt­ast ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um af öll­um stærðum. Við bjóðum upp á yf­ir­grips­mikla þekk­ingu á upp­lýs­inga­kerf­um og aðlög­um lausn­ir að þörf­um hvers viðskipta­vin­ar enda eru ein­kunn­ar­orð okk­ar: Fag­mennska, þekk­ing og þjón­usta,“ seg­ir Linda Wessman, sölu­stjóri Svar að lok­um. 

Kynningin birtist fyrst á mbl.is og í Morgunblaðinu 25/08/2025. Lesa má kynninguna á mbl.is hér.