Skip to main content

Ráðgjöf og þjónusta

Við hjá Svar höfum áralanga reynslu af ráðgjöf og þjónustu í upplýsingakerfum. Markmið okkar er að hjálpa fyrirtækjum að ná framúrskarandi árangri í stafrænum lausnum með persónulegri nálgun og sérsniðnum þjónustum.

Við leggjum alltaf áherslu á gott samtal og ítarlega þarfagreiningu áður en verkefni hefst. Við skiljum mikilvægi þess að setja okkur vel inn í starfsemi og rekstur hvers fyrirtækis því engin tvö fyrirtæki eru eins. Með því að hlusta vel á þarfir þínar greinum við þær lausnir sem best henta þínu fyrirtæki, hvort sem það snýr að CRM kerfum, sjálfvirknivæðingu ferla eða skilvirkari samskiptaleiðum.
Við veitum einnig vandaða eftirfylgni og áframhaldandi þjónustu eftir að verkefnum lýkur, svo þú getir verið viss um að lausnirnar virki vel til lengri tíma.
Við erum hér til að tryggja að stafrænar lausnir þínar séu bæði árangursríkar og hagkvæmar, og hjálpum þér að ná enn betri árangri.

radgjof_tjonusta_1

Bókhaldsþjónusta

Viltu hafa betri yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins þíns? Hjá okkur færðu framúrskarandi bókhaldsþjónustu sem sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Með lausnum okkar er bókhaldið þitt alltaf uppfært, aðgengilegt og pappírslaust.


Stafræn vegferð

Snýst um að nýta tækni til að straumlínulaga og einfalda vinnuferla fyrirtækja. Með því að innleiða nútímalegar stafrænar lausnir er hægt að draga verulega úr handavinnu og tvískráningu upplýsinga. Stafræn vegferð er því lykilskref í átt að nútímalegra, skilvirkara og samkeppnishæfara fyrirtæki.

Hugbúnaðarlausnir

Við leggjum sérstaka áherslu á nákvæma greiningu og ráðgjöf áður en lausn er valin. Á grundvelli þeirrar greiningar setjum við saman sérsniðnar tillögur um þær lausnir sem henta þínum þörfum best, hvort sem um er að ræða tilbúnar lausnir eða sérhannaðar lausnir eftir þínum þörfum.


Ertu með spurningar eða ábendingar? 

Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér



Hafa samband

Við finnum bestu lausnina saman