
„Svar er því ótvírætt leiðandi sérfræðingur í tímaskráningarkerfum og tengdri þjónustu með lausnir sem nýtast íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum. Við bjóðum upp á yfirgripsmikla þekkingu á upplýsingakerfum og aðlögum lausnir að þörfum hvers viðskiptavinar enda eru einkunnarorð okkar: Fagmennska, þekking og þjónusta,“ segir Linda Wessman sölustjóri Svar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er gífurlegur sparnaður sem hlýst með nákvæmri tímaskráningu. Þann 1. júlí 2024 voru innleidd lög um að öllum fyrirtækjum beri skylda til að útvega starfsfólki sínu rafræna tímaskráningu og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessum lögum sem við styðjum fyllilega. Að okkar mati þá býr gott tímaskráningarkerfi til öryggi í kringum bæði starfsfólk og fyrirtæki,“ segir Linda Wessman, sölustjóri Svars.
Svar ehf hefur verið lengi á markaði og þróast í takt við breytta tækni og þarfir fyrirtækja. „Svar var stofnað árið 1982 og hefur farið í gegnum miklar breytingar í gegnum árin. Upphaflega snérist reksturinn um símkerfi og símkerfaþjónustu en nú höfum við breytt áherslum okkar og sérhæft okkur í upplýsingakerfum, bókhaldskerfum og lausnum tengdum því þó vissulega séu símkerfi og net hluti af starfsemi okkar. Við seljum og þjónustum meðal annars Microsoft 365, Uniconta, Zoho CRM, Intempus, TimeLog, Curio Time og nú nýlega OS Worker. Það sem við höfum lagt áherslu á síðustu ár er tímaskráningarkerfi fyrir fyrirtæki og greiningu á lausnum fyrir fyrirtæki.“
Fjölbreyttir valkostir
„Við bjóðum upp á fjölbreytta valkosti í tímaskráningum til að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Intempus er ein stærsta lausnin sem við seljum en við höfum verið með það á markaði síðan 2017. Kerfið nýtur mikilla vinsælda og eru um 800 notendur í því hverju sinni. Intempus er mjög hagnýtt og einfalt í notkun. Starfsmenn geta skráð tíma, efni, veikindi og frí í gegnum app í símanum og það getur tengst við bókhaldskerfi fyrir samþættar upplýsingar.
Einnig bjóðum við Curio Time, sem er tímaskráningarkerfi tengt við kjarasaminga. Með innleiðingu nýrra laga í fyrra hefur Curio Time orðið mjög vinsælt og hentar vel fyrir hverskonar fyrirtæki, hótel og veitingastaði þar sem kerfið er með vaktarfyrirkomulag og heldur utan um orlof og veikinda starfsmanna,“ segir Linda.
TimeLog og OS Worker er nýjasta tímaskráningarkerfið
Hjá Svari er fylgst með öllu því nýjasta og besta á markaðnum. „Eitt af nýju tímaskráningarkerfunum okkar, TimeLog, er sérstaklega hentugt fyrir fyrirtæki þar sem starfsfólk vinnur á skrifstofunni og þarf að skrá tíma á mörg verk yfir daginn, eins og arkitekta og verkfræðistofur. Með TimeLog er auðvelt að hoppa á milli verkefna og heldur forritið utan um allar skráningar á þeim verkum sem verið er að vinna í,“ segir Linda og bætir við:
„Einnig höfum við nýlega tekið upp samstarf við OS Worker, sem er mjög öflugt tíma- og verkskráningarkerfi. Það sem gerir OS Worker að sérstakri lausn er að það tengist bókhaldinu beint. Við bindum miklar vonir við OS Worker og munum kynna það bæði á Sjávarútvegssýningunni og Iðnaðarsýningunni í haust. OS Worker er á íslensku og hefur yfir 35.000 notendur um allan heim.“

Góð og áreiðanleg þjónusta er grunngildi Svar og allir starfsmenn fyrirtækisins eru staðráðnir í að veita heiðarlega og faglega þjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hvernig hefur markaðurinn tekið þessum lausnum?
„Það er mikill áhugi á tímaskráningarkerfum okkar, sérstaklega þegar við sjáum hvernig lögin hafa breyst og ýtt undir aukna þörf fyrir tímaskráningu á íslenskum vinnumarkaði. Við höfum í raun séð aukningu í notkun eftir að nýju lögin voru innleidd fyrir rúmu ári. Fyrirtæki eru að verða meðvitaðri um mikilvægi þess að hafa nákvæma og gegnsæja tíma- og verkskráningu. Þetta hefur hjálpað til við að bæta ferla og aðlaga starfsemi að lögum og reglum,“ segir Linda.
Fyrirtæki treysta Svari fyrir rekstrinum sínum
Góð og áreiðanleg þjónusta er grunngildi fyrirtækisins að sögn Lindu. „Fyrirtæki treysta okkur fyrir rekstri sínum og erum við stöðugt að bæta þjónustu okkar. Við höfum einnig mikla þekkingu á samþættingu á mismunandi kerfum sem gerir okkur að sérfræðingum í upplýsingakerfum. Því bjóðum við meira en bara tímaskráningarkerfi. Við hjálpum viðskiptavinum að samþætta kerfi sín og bæta vinnuflæði. Þetta hefur gert okkur að sterkum þjónustuaðila á markaði.“
Linda segir alla starfsmenn fyrirtækisins staðráðnir í að veita heiðarlega og faglega þjónustu. „Við leggjum metnað í það að eiga gott samband við viðskiptavini okkar, tryggja að þeir fái það sem þeir þurfa og að kerfin sem við seljum séu í samræmi við þarfir þeirra og greiningu. Við vinnum í náinni samvinnu við viðskiptavini okkar og eru lausnir okkar alltaf hannaðar með þá í huga. Þetta er það sem við erum stolt af og það sem hefur gert okkur að valkostum fyrir fyrirtæki af ýmsum stærðum allt frá 3 starfsmönnum til yfir 350“.
Svar er leiðandi aðili í sérhæfingu og þjónustu
Á hvaða markaði hefur Svar verið að ná árangri?
„Svar hefur átt langt samstarf við fyrirtæki, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Við höfum byggt upp áralanga reynslu sem sérfræðingar í upplýsingakerfum og bókhaldskerfum. Við veitum ekki bara lausnir heldur einnig langtímaþjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið lausnir sem eru einfaldar í notkun en á sama tíma öflugar og sveigjanlegar til að mæta sértækum þörfum fyrirtækja.
Svar er því ótvírætt leiðandi sérfræðingur í tímaskráningarkerfum og tengdri þjónustu með lausnir sem nýtast íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum. Við bjóðum upp á yfirgripsmikla þekkingu á upplýsingakerfum og aðlögum lausnir að þörfum hvers viðskiptavinar enda eru einkunnarorð okkar: Fagmennska, þekking og þjónusta,“ segir Linda Wessman, sölustjóri Svar að lokum.
Kynningin birtist fyrst á mbl.is og í Morgunblaðinu 25/08/2025. Lesa má kynninguna á mbl.is hér.