Skip to main content

Teams er ekki bara fjarfundalausn

- Teams er líka símkerfi

Við hjá Svar höfum lifað og hrærst í símkerfum í næstum 40 ár. Við teljum okkur þekkja nokkuð vel hvað er í boði og hvað hentar hverjum. Eins og flestir vita hefur þróunin á Microsoft 365 og Teams tekið miklum framförum síðustu 2-3 ár

Flestir þekkja nú Teams sem fjarfundakerfi og spjallrása kerfi en færri vita að Teams getur líka verið símkerfi. Við hjá Svar erum búnir að tengja Teams við almenna símkerfið og nú er hægt að hringja innanhúss og utanhúss eins og hver vill án aukakostnaðar. Í okkar áskrift eru innifalin öll símtala notkun innanlands og til 40 landa. Gjaldanúmer eru þó ekki innifalin.

intempus-logo

Einnig er mjög öflugt og þægilegt viðmót í farsímanum sem hægt er að sækja án aukakostnaðar. Ekki er þörf á sérstökum búnaði en hægt er að  nota annaðhvort tölvuna sem viðmót fyrir símkerfið, farsímann eða bæði og er það val hvers og eins.

Teams er hluti af Microsoft 365 lausninni og fylgir með að öllu jöfnu í þeirri áskrift.
Þó eru nokkrir hlutir sem þurfa að vera til staðar og eru sem auka áskriftir.

Mikil þróun hefur og á sér stað í Teams símkerfunum og eru flest hefðbundin símkerfavirkni til staðar í dag. Teams er þó ekki með skiptiborðs– eða biðraðakerfi. Við í Svar höfum valið að nota lausn frá Landis. Nánar um Landis hér.

Helstu kostir

- Teams eru

  • Er hluti af Microsoft 365 umhverfinu
  • Einfalt í notkun og uppsetningu
  • Auðvelt fyrir notendur að læra á kerfið
  • Lausnin er studd af Microsoft og er í skýinu, uppfærslur koma án kostnaðar

Þau lönd sem hægt er að hringja til án auka kostnaðar eru:
Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland,Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen,Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía,
Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland

intempus-stjornbord

Ertu með spurningar eða ábendingar? 

Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér



Hafa samband

Við finnum bestu lausnina saman