Tímabundin lokun á Uniconta laugardaginn 24. maí 2025
Kæru Uniconta notendur,
Vegna færslu á netþjónaumhverfi mun Uniconta verða lokað frá klukkan 12:00 laugardaginn 24. maí til klukkan 10:00 sunnudaginn 25. maí. Þetta hefur einnig áhrif á Xpress kassakerfið sem verður ekki virkt á meðan á þessari lokun stendur.
Lokunin er vegna uppfærslu á netþjónum Uniconta og flutnings þeirra á milli hýsingaraðila, Datacenters. Þessi breyting er nauðsynleg vegna mikils vaxtar Uniconta á heimsvísu og mun bæta þjónustu og öryggi til lengri tíma.
Okkur hjá Svar þykir afar leitt að þessi röskun geti valdið ykkur óþægindum. Við höfum reynt okkar besta til að fá tímasetningunni breytt og er enn veik von um að lokun gæti frestast til kl. 14:00 á laugardeginum, en það hefur ekki verið staðfest.
Frekari upplýsingar má fá með því að hafa samband við Rúnar Sigurðsson á runar@svar.is.