Lausnir fyrir

Verslanir

kassakerfi afgreiðslukerfi posone

Tenging við Uniconta

AFGREIÐSLU- OG KASSAKERFI

Kassakerfi Poseone er skýjalausn, þar sem stýra má öllu miðlægt óháð fjölda afgreiðslustaða eða afgreiðslustöðva á hverjum stað.

Afgreiðslukerfið er sveigjanlegt og þægilegt í notkun, beintengt Uniconta þar sem birgðir og sölureikningar uppfærast í rauntíma.

Afgreiðslukerfið hentar best með greiðslulausnum frá Verifone, og hægt að velja um greiðsluhirðingu frá Borgun, Korta eða Valitor.

POSONE afgreiðslukerfið keyrir á öllum afgreiðslukössum sem keyra Windows 10 eða er hægt að uppfæra í Windows 10.

VEFVERSLUN

UniShop er vefverslun beintengd við Uniconta sem einfaldar alla umsýslu með vörur og sölupantanir flæða sjálfvirkt á milli vefverslunar og Uniconta, þar sem birgðir og sölureikningar uppfærast í rauntíma. Haldið er utan um vörur og vöruflokka í Uniconta og merkt við þær vörur sem eiga að birtast í vefversluninni.

UniShop byggir á WooCommerce, sem er einfalt, notendavænt, öflugt vefverslunarkerfi sem er gríðarlega útbreitt um allan heim. Margs konar eiginleika WooCommerce má virkja eins og vörusölu til annarra landa, sölu á rafrænum vörum, tengingu við öruggar innlendar greiðslusíður (Valitor, Korta, Borgun, Netgíró) auk PayPal, sem og að senda vörur með Póstinum, hvort heldur gegn föstu gjaldi eða þyngd sendingar.

UniShop hentar öllum þeim aðilum sem eru að selja vörur og þjónustu á netinu, og vilja tengjast Uniconta til að tryggja ávallt réttar upplýsingar og lágmarka bókhaldsvinnu.

Fáðu tilboð í verslunar pakka frá svar