vefverslun tengd uniconta

Unishop

Rétt birgðastaða

VEFVERSLUN

UniShop er vefverslun beintengd við Uniconta sem einfaldar alla umsýslu með vörur og sölupantanir flæða sjálfvirkt á milli vefverslunar og Uniconta, þar sem birgðir og sölureikningar uppfærast í rauntíma. Haldið er utan um vörur og vöruflokka í Uniconta og merkt við þær vörur sem eiga að birtast í vefversluninni.

UniShop byggir á WooCommerce, sem er einfalt, notendavænt, öflugt vefverslunarkerfi sem er gríðarlega útbreitt um allan heim. Margs konar eiginleika WooCommerce má virkja eins og vörusölu til annarra landa, sölu á rafrænum vörum, tengingu við öruggar innlendar greiðslusíður (Valitor, Korta, Borgun, Netgíró) auk PayPal, sem og að senda vörur með Póstinum, hvort heldur gegn föstu gjaldi eða þyngd sendingar.

UniShop hentar öllum þeim aðilum sem eru að selja vörur og þjónustu á netinu, og vilja tengjast Uniconta til að tryggja ávallt réttar upplýsingar og lágmarka bókhaldsvinnu.

TILBÚNAR LAUSNIR

Engin þörf á forritun, við röðum saman tilbúnum einingum. Eftirfarandi eru tilbúnar lausnir sem tengjanlegar eru við Unishop.

  • Uniconta bókhaldskerfið.
    • Birgðaskráin

Í Uniconta vöruspjaldinu er myndum vörulýsingu bætt við, svo er hakað við að varan eigi að birtast í vefverslun.

Þegar verslað er í vefverslun uppfærist birgðastaðan í bókhaldskerfinu sjálfkrafa.

fáðu tilboð í vefverslun