kerfiseiningar

Fyrir stafræna framtíð

Hvað er Uniconta

Uniconta er sveigjanlegt bókhalds- og viðskiptakerfi sem býður uppá fjölmarga tengimöguleika. Kerfið er í windows umhverfi og keyrir á APPi sem býður uppá gríðarlegan hraða. Hægt er að vinna í mörgum flipum án þess að loka á milli.

Fjárhagur

Bókhaldslykillinn er kjarninn í fjárhagskerfinu og myndir grunn að ársreikningi, skattskilum og viðskiptagreind. Allar aðgerðir í Uniconta endurspeglast í bókhaldslyklinum. Bókhaldslykillinn virkar einnig sem stjórnendaskýrsla þar sem hægt er að bæta inn fyrirsögnum, millisamtölum og útreikningum á ýmsum hlutföllum í rekstri og efnahag.

Dagbækur

Með því að bóka dagbækur flytjast fjárhæðir á milli bókhaldslykla og hægt er að úthluta tekjum og kostnaði og færa greiðslur. Greiðslubækur eru notaðar til að halda utan um stöðu á banka eða sjóði og stýra greiðslum. Hægt er að nota dagbækur í mismunandi kerfiseiningum með stýringu inn á fjárhag til að halda fullkominni yfirsýn.

Gjaldmiðlar

Uniconta ræður við fjölda gjaldmiðli þar sem að fjárhagur er í uppgjörsmynt fyrirtækis en hægt er að halda utan um stöður lánardrottna, viðskiptavina og gjaldeyrisreikninga í viðeigandi gjaldmiðli.

Fyrirtækjasamstæður

Hægt er að bæta við fyrirtækjum eftir þörfum með því að afrita á milli fyrirtækja eða setja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Færslur á milli fyrirtækja eru bókaðar í gegnum dagbækur.

Viðskiptavinakerfið

Í viðskiptavinum hefur þú allt sem þarf til að halda utan um viðskiptavini þína, pantanir og tilboð. Þessi eining tengist bókhaldslyklinum þar sem að greiðslum er sjálfkrafa jafnað á móti sölureikningum.

Sölupantanir

Hér heldur þú utan um allar sölupantanir sem eru grunnurinn að tekjum fyrirtækisins. Þú getur selt vörur og þjónustu og stýrt bókunum virðisaukaskatts. Sölupantanir tengjast birðgakerfinu þannig að þú getur séð hvað er til á hverjum lager, tekið frá vörur, gert tilboð, tiltektar- og afhendingarseðla, reikninga og kreditreikninga. Þú getur einnig stofnað innkaupapöntun út frá sölupöntun ef þú ert að afgreiða sérpantanir.

Lánadrottnakerfi

Í lánardrottnum heldur þú utan um birgja, innkaupapantanir og afhendingar á vörum inn á vöruhús og staðssetningar. Lánardrottnakerfið tengist fjárhag þannig að innkaupareikningar og greiðslur færast á reikninga sem jafnast sjálfkrafa. Í greiðslukerfinu getur þú stýrt greiðslum til lánardrottna og útbúið greiðslubunka til innsendingar í banka.

Innkaup

Í gegnum innkaupapantanir stýrir þú innkaupum á vörum og þjónustum frá birgjum. Hér getur þú stýrt samskiptum við birgja um verð og magn, tekið á móti vörum og stýrt reikningum með þríhliða jöfnun. Þú getur einnig stofnað sölupantanir út frá innkaupapöntunum og þannig stýrt vörum í innkaupum í frátekt. Stýringar á virðisaukaskattsbókunum fara fram í gegnum innkaup.

Skjalastjórnun

Hægt er að hengja skrár af öllum gerðum við flestar færslur og gögn í Uniconta og skrá inn minnispunkta eftir þörfum.

Verkbókhaldskerfi

Með verkbókhaldi getur þú víddarstýrt tekjum og kostnaði eftir verkefnum, haldið utan um reikninga og stýrt rekstrinum af meiri nákvæmni. Verkáætlanir er hægt að útfæra sem tilboð og til að halda utan um kostnað. Verkefni geta tekið til sín tímaskráningu, keypt aðföng og þjónustu sem færast á verk í vinnslu þar til að verkið er reikningsfært. Verkskýrslur veita þér fullkomið rekstraryfirlit yfir hver verk. Hægt er að tengja verkefni við sölupantanir til reikningsfærslu eða rukka verkefni samkvæmt tilboði eða föstu gjaldi.

Birgðakerfi

 Birgðakerfið veitir þér fullkomna yfirsýn yfir reksturinn. Allar vörur sem þú kaupir og selur eru settar upp hér sem birgðir, uppskriftir (BOM) og forðar. Hér flokkar þú vörur og stýrir verðum og heldur utan um lagera og staðssetningar vöru. Kerfið svarar öllum þörfum fyrirtækja þegar kemur að afbrigðum (litir og stærðir), kostnaðarverðsútreikningum og stýringu eftir raðnúmerum eða lotunúmerum í gegnum innkaup, framleiðslu og sölu.

 

Framleiðsla og uppskriftir

Í Uniconta getur þú sett vörur og forða inn í uppskriftir (BOM) og stýrt samsetningu og framleiðslu á vörum. Þú getur einnig bókað uppskriftir úr hráefnum og fært inn á lager. Kostnaðarverð framleiðsluvöru samanstendur þá af hráefniskostnaði og kostnaði við starfsfólk, tæki og stjórnun.

 

Skýjalausn

Þeir dagar eru liðnir þar sem þú þurftir að hafa áhyggjur af netkerfum, gagnaþjónum, afritum og vírusvörnum. Uniconta er selt sem hugbúnaðarlausn í áskrift (SaaS) þar sem að þú greiðir fast lág mánaðargjald sem inniheldur aðgang að hugbúnaði, vistun gagna og afritun. Þú getur alltaf tekið afrit sjálfur. Þú setur upp lítinn biðlara (client) á tölvunni þinni sem tryggir að þú getur alltaf unnið á hámarkshraða og án tafa. Einnig er hægt að nota Uniconta í gegnum vafra.

Öryggi

Öllum bókhaldskerfum sem Erik Damgaard hefur hannað fylgir vel útbúin verkfærakista sem þú getur notað til að laga kerfið að þínum þörfum og tengja við annan hugbúnað. Þú hefur fulla stjórn yfir þínum gögnum og getur flutt þau inn og út úr Uniconta að vild. Með samþættingu við Office pakkann getur þú afritað gögn yfir í Excel og Word. Þú getur bætt við eigin reitum, töflum og formum í Uniconta og þannig hannað eigin kerfiseiningar sem falla að þínum þörfum. Þjónustuaðilar Uniconta geta aðstoðað þig við aðlögun kerfisins.

Verkfæri

Þú hefur fulla stjórn á öryggismálunum í Uniconta án þess að þurfa sérhæfðan kerfisstjóra. Réttindum notenda má stjórna eftir flokkum eða hópum þannig að hver notandi hafi aðgang að því sem hann þarf til að sinna sínu starfi sem best. Auðvelt er að bæta við og fjarlægja notendur.

Veldu pakka sem hentar þínu fyrirtæki

Standard

1 - 3 notendur
kr 2.999 Mánaðarlega
 • Viðskiptamannaskrá
 • Fjárhagur
 • Birgðir 4.499 kr.
 • Sala og innkaup 1.499 kr.
 • Verkbókhald 4.499 kr.
 • Framleiðsla 4.499 kr.
 • Kröfukerfi 2.999 kr.
 • Toolpack 14.900 kr.
 • Launakerfi frá 4.490 kr
 • Tímaskráninga í APP notandi 1.610 kr.
 • Viðbótar notandi 2.999 kr.
 • Viðbótar fyrirtæki 1.499 kr.
Einyrkjar

Business

1 - 12 notendur
kr 5.999 Mánaðarlega
 • Viðskiptamannaskrá
 • Fjárhagur
 • Birgðir
 • Sala og innkaup
 • Verkbókhald 4.499 kr.
 • Framleiðsla 4.499 kr.
 • Kröfukerfi 2.999 kr.
 • Toolpack 14.900
 • Launakerfi frá 4.490 kr
 • Tímaskráninga í APP notandi 1.610 kr.
 • Auka notandi 5.999 kr.
 • Auka fyrirtæki 1.499 kr.
Minni

Enterprise

Fleirri en 8 notendur
kr 8.999 Mánaðarlega
 • Viðskiptamannaskrá
 • Fjárhagur
 • Birgðir
 • Sala og innkaup
 • Verkbókhald
 • Framleiðsla
 • Kröfukerfi 2.999 kr.
 • Toolpack 14.900 kr.
 • Launakerfi frá 4.490 kr
 • Tímaskráninga í APP notandi 1.610 kr.
 • Auka notandi 8.999 kr.
 • Auka fyrirtæki 1.499 kr.
Stærri