- 510 6000
- Þjónusta hjalp@svar.is - Söludeild sala@svar.is - Bókhald bokhald@svar.is
- Opið virka daga frá 9:00 - 17:00
Hugbúnaðar-símkerfi byggt á Windows-umhverfinu sem allir þekkja og er því einfalt í uppsetningu og notkun. Allar gerðir SIP símtækja ganga jafnframt við símkerfið.
Einnig er í boði tölvusími sem býður aukna möguleika umfram hefðbundin símtæki, s.s nákvæma stöðu vinnufélaga, símahópa, upptöku símtala, símtalsflutninga og nákvæmar stillingar á talhólfi með persónulegri svörun.
Kerfið kemur í tveimur útgáfum, annars vegar Standard og hinsvegar Professional. Munurinn er sá að í Professional útgáfunni er þjónustuvers hugbúnaður með rauntímaupplýsingum á símsvörum ásamt CRM tengingum við sölu- og bókhaldskerfi.
“Hægt að nota Zylinc þjónustuver með”
Áður fyrr var símkerfi fyrirtækja bundið við hefðbundinn borðsíma með takmarkaðri virkni. Í dag bjóða nútímasímkerfi eins og Swyx uppá umtalsvert meiri möguleika, hvort sem er í virkni eða sveigjanleika. Sama símkerfið fylgir þér hvort sem þú notar vinnustöð, fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.
Nútímasímkerfi gera flókna hluti einfalda. Með kerfinu er leikur einn, bókstaflega, að flytja símtöl á milli samstarfsfélaga. Einfalt er að tengja saman útibú óháð staðsetningu, allir vinna saman í einu nútímasímkerfi.
“Gengur með Swyx símkerfinu”
Stjórnendaborðið er sýn fyrirtækissins á samskipti við viðskiptavinina. Það skiptir öllu að viðskiptavinirnir fái fljóta og skilvirka þjónustu.
Á sama tíma er mikilvægt að þjónustuborðið hafi aðgang að einföldu tóli með þægilegt notendaviðmót.
Þess vegna er stjórnendaborðið þróað í samvinnu við starfsfólk úr öllum geirum sem sinna þjónustuborðinu.
Skráðu þig á póstlistann og fáðu sendar fræðandi upplýsingar og uppfærslur