kerfisLausnir fyrir

Hótel

Hótelrekstur

Hótelsímar

3cx símkerfið er með hóteltengingum og hentar því vel fyrir hótel. Símkerfið er einfalt í notkun. Afgreiðslan hefur aðgang að stjórnborði með öll símtöl inn og út, einnig frá herbergjum sem fara í gegn. Hótelstjórinn hefur svo aðgang að tölfræðilegum upplýsingum Hægt er að fylgjast með á skjá stöðu og fjölda símtala yfir ákveðin tímabil.

Öryggismyndavélar

Bjóðum uppá mikið úrval af myndavélakerfum til að vakta svæði. Margar útfærslur af kerfum eru í boði. Inni og útimyndavélar. Hægt er að velja mismikið geymslupláss og lengd upptöku.

Vaktastjórnun

Tamigo er vaktastjórnunarkerfi sem auðveldar alla umsýslu með rekstur vakta. Allir starfsmenn sem eru á vöktarplaninu hafa sína stundartöflu og hægt er að skipta milli vakta innbirgðis. Möguleiki er á að kostnaðargreina hvern starfsmann, vaktir og deildir innan t.d. hótelsins. Tíma fyrir launavinnslu er hægt að taka útúr Tamigo.

Norðurljósa vakning

Aurora viðbót við símkerfið býður uppá að vekja þá gesti sem vilja þegar norðurljós eru sýnileg. Gesturinn ýtir á takka á símanum í herberginu sínu og þegar það eru eða verða möguleikar á norðurljósum þá ýtir gestamóttakan á takka og síminn hringir hjá öllum sem pöntuðu norðurljósavakningu. Gesturinn hefur þá val um að fara út að sjá eða sofa áfram. 

“Símkerfið okkar er með frábæra virkni og tæknimenn hjá Svar hafa veitt okkur frábæra þjónustu”

Steinþór Jónsson
Hótel Keflavík