Viewing post categorized under: Bloggfebrúar 14 / Blogg

Vefverslun Svar tækni

Í dag fór vefverslun Svar Tækni (verslun.svar.is) í loftið, en þar sem verið er að slípa til ferla innandyra hjá okkur verður einungis hluti af vöruúrvali okkar á síðunni hverju sinni.

febrúar 5 / Blogg

Ríkið tekur forystu í rafrænum lausnum.

Svar hefur lagt mikla áherslu á rafrænar lausnir og reynt að útrýma öllum óþarfa pappír. Það er mjög ánægjulegt að ríkið tekur nú forystu í þessum efnum og þann 15. febrúar síðastliðin var boðað til samráðsfundar með hagsmunaðilum.

Sjá nánar um verkefnið hér að neðan:

Nordic Smart Government

Nordic Smart Government er norrænt samstarfsverkefni fyrirtækjaskráa, skattyfirvalda, hagstofa og fleiri aðila á öllum Norðurlöndunum. Hvert þeirra hefur sitt landsteymi. Ríkisskattstjóri stýrir vinnu íslenska landsteymisins sem skipað er fulltrúum frá ríkisskattstjóra, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hagstofu Íslands.

Verkefnið er upprunnið hjá dönsku fyrirtækjaskránni (Erhvervsstyrelsen/Danish Business Authority). Það hófst árið 2016 og hefur stöðug samvinna verið milli Norðurlandanna síðan.

Markmið

Verkefnið snýst um að skipta handvirkum ferlum út fyrir sjálfvirka sem eykur bæði gæði gagna og sparar tíma fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá er einnig markmiðið að gera viðskipta- og bókhaldsgögn aðgengileg fyrirtækjum og stofnunum á sjálfvirkan og öruggan hátt í rauntíma. Þessi sjálfvirkni eykur aðgengi að gögnum fyrir nýsköpun, þar sem þau verða tiltæk til að styðja við þróun nýrra vörutegunda.

Ávinningur

Með verkefninu er ætlunin að lágmarka stjórnsýsluálag á fyrirtæki, auka hagnýtingu gagna, forðast handvirka skráningu og uppskera hámarksvirði upplýsinga. Með þessari hagræðingu mun fjármagn sparast bæði á vegum hins opinbera og fyrirtækja í atvinnugreinum. Hér að neðan eru nefnd nokkur atriði sem snúa að ávinningi fyrirtækja, stjórnsýslunnar, og annarra samstarfsaðila;

 

Ávinningur lítilla og meðalstórra fyrirtækja

  • Dregur úr álagi vegna umsýslu og sparar tíma með sjálfvirku bókhaldi og skýrslugerð
  • Gagnsær markaður sem leiðir til aukins trausts viðskiptafélaga
  • Virkari samkeppni og árangursríkara norrænt markaðssamstarf – og því meiri verðmætasköpun á okkar svæði
  • Einfaldar viðskipti yfir landamæri með samræmdum stöðlum

 

Ávinningur stjórnsýslunnar

  • Betri gögn leiða til skilvirkari skýrslugerðar og stjórnsýslu. Þau nýtast bæði við stefnumótun og gera eftirlit sjálfvirkara
  • Meira gagnsæi
  • Samhæfing stafrænna sprotaverkefna
  • Ávinningur samstarfsaðila
  • Bætt aðgengi að áreiðanlegum gögnum styður við nýsköpun á sviði rafrænnar þjónustu

 

Ítarefni

Nánari upplýsingar um Nordic Smart Government má finna á heimasíðu verkefnisins www.nordicsmartgovernment.org.

Heimild: Ríkisskattstjóri (2019, 28. febrúar). Nordic Smart Government. Rsk.is. Sótt af: https://www.rsk.is/um-rsk/nordic-smart-government/

janúar 30 / Blogg

Stefnt er að því að allir reikningar verði rafrænir.

Í nýrri frétt frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er greint frá því að allir reikningar eigi að vera rafrænir.

    „Stefnt er að því að á næstu árum verði all­ir reikn­ing­ar sem ber­ast til hins op­in­bera ra­f­ræn­ir. Í dag eru 70% reikn­inga vegna op­in­berra inn­kaupa ra­f­ræn­ir, en á næstu árum stend­ur til að þrengja enn frek­ar að notk­un papp­írs.

Ný reglu­gerð hef­ur tekið gildi hvað þetta varðar, en með henni er tek­inn upp evr­ópsk­ur staðall um ra­f­ræn­an reikn­ing, sem ríki og sveit­ar­fé­lög skulu styðja, en inn­leiðingu á að vera lokið 18. apríl næst­kom­andi.

Í frétta­til­kynn­ingu  frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti seg­ir að ra­f­ræn­ir reikn­ing­ar ein­faldi viðskipti fyr­ir­tækja við hið op­in­bera og dragi úr hindr­un­um og kostnaði í viðskipt­um jafnt inn­an­lands sem og milli landa.

Ra­f­rænn reikn­ing­ur er tölvu­les­an­legt skjal á XML-formi sem styður við sjálf­virkni í inn­lestri inn í fjár­hags­kerfi kaup­anda, en reikn­ing­ar á PDF-formi flokk­ast ekki sem ra­f­ræn­ir reikn­ing­ar.

„Notk­un ra­f­rænna reikn­inga fel­ur, auk um­hverf­is­sjón­ar­miða, í sér að af­greiðsla verður hraðari og ör­ugg­ari og send­ing­ar- og geymslu­kostnaður lægri,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Inn­leiðing ra­f­rænna reikn­inga hófst hér­lend­is árið 2007 og hef­ur hlut­fall þeirra farið hækk­andi ár frá ári, enda er kveðið á um það í gild­andi viðskipta­skil­mál­um rík­is­ins að all­ir reikn­ing­ar til rík­is­stofn­ana skuli vera ra­f­ræn­ir, nema um annað sé sér­stak­lega samið.“ (Mbl.is, 2019)

Þetta ferli fellur vel að okkar lausnum í bókhaldi og sölu. Endilega hafa samband við söludeild Svar í síma 510 6000 fyrir nánari upplýsingar.

 

Heimidlir: Mbl.is. (2019, 30.janúar). Allir reikningar verði rafrænir. Mbl.is. Sótt af https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/01/30/allir_reikningar_verdi_rafraenir/

janúar 30 / Blogg

Rafrænt bókhald er framtíðin

Um þessar mundir er mikið að gerast í heimi bókhaldsins, samfélagið kallar á umhverfisvænni lausnir og við hjá Svar leggjum okkur fram um að svara.
Á dögunum ræddi Fréttablaðið við Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóra Svar um Uniconta, nútíma bókhaldskerfi í skýinu. Þar fór hann í gegnum þá helstu kosti sem rafrænt bókhald hefur upp á að bjóða.
„Lausnir okkar eru rafrænar og sjálfvirkar. Enginn pappír því fylgiskjöl og reikningar berast rafrænt og sjálfkrafa inn í bókhaldið auk allra samskipta við bankana. Margir hafa beðið eftir pappírslausum viðskiptum í mörg ár og nú er það loksins orðið að veruleika,“ segir hann.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér
janúar 28 / Blogg

Getur bókhald verið skemmtilegt?

Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar kíkti í heimsókn í Bítið á Bylgjunni, þar sem að hann spjallaði við Heimi og Gulla um kosti rafræns bókhalds. Hvernig bókarar eru að nýta sér tæknina til að auðvelda þeim vinnuna og gera hana skemmtilegri.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér