júlí 5 / Blogg

Mikil breyting á verðlagningu í reiki

Símafréttir

Í nýrri frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að mikil breyting verði á verðlagningu reikiþjónustu innan EES-svæðisins frá og með 1. ágúst. Fréttin er svohljóðandi:

Frá og með 1. ágúst nk. munu fjarskiptafyrirtæki ekki lengur verða með sérstaka verðskrá fyrir notkun farsíma og annarra fartækja í reiki innan EES-svæðisins.

Í staðinn munu verð fyrir þessa þjónustu verða samkvæmt innanlandsverðskrá þeirrar áskriftar sem hver viðskiptavinur hefur hjá viðkomandi farsímafyrirtæki að viðbættu sérstöku álagi sem er mismunandi fyrir hverja tegund notkunar.

Varðandi t.d. símtöl þýðir þetta að notandi sem staddur er t.d. í Þýskalandi og hringir í annan farsíma í Þýskalandi, eða öðru landi innan EES-svæðisins, mun borga samkvæmt innanlandsverðskrá fjarskiptafyrirtækis síns á Íslandi.

En við það bætast 5 evrusent, eða 8,71 kr. álag skv. gengi sem fest hefur verið varðandi reikinotkun til 1. júlí á næsta ári.

Ekki skiptir máli hvort hringt er í íslenskan síma eða síma sem er skráður í öðru EES-ríki.

Hér er um umtalsverðar breytingar að ræða þar sem fallið er frá þeim hámarksverðum fyrir reiki sem gilt hafa undanfarin ár, en í staðinn er miðað við verðskrá hvers farsímafyrirtækis innanlands og sett fast álag þar ofan á fyrir hverja tegund notkunar.

Álagið er lágt og því verður ódýrara í flestum tilfellum að nota símann eða önnur fartæki innan EES-svæðisins.

Eins og verið hefur verður verð fyrir íslenska reikinotendur fest í krónum fyrir eitt ár í senn.

Miðað er við meðalgengi mánuðina á undan gildistöku breytingar og gengið sem gilda mun frá 1. ágúst nk. til 1. júlí 2017 er 140,56 kr/€.

 

 Álag vegna notkunar í reiki verður sem hér segir:
 Að hringja  5 €cent  8,71 kr.
 Að svara  1,14 €cent  1,98 kr.
 Sent SMS  2 €cent  3,48 kr.
 Taka á móti SMS  Frítt  Frítt
 MB gögn  5 €cent  8,71 kr.

 

Áfram munu gilda reglur um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að senda viðskiptavinum sínum viðvörun vegna gagnanotkunar í reiki, þ.e. að viðskiptavinir fái viðvörun þegar kostnaður vegna gagnanotkunar í reiki er kominn í 80% af 50€ hámarki.

Einnig gildir áfram reglan um að lokað sé fyrir gagnanotkun í reiki við umrætt 50€ hámark nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir því að opnað sé fyrir slíkt.

Nánar hér.

apríl 22 / Blogg

Hádegisfundur: Er léttskýjað hjá þér?

Skýjafréttir

Svar heldur spennandi hádegisfund miðvikudaginn 27. apríl um framtíðina í samskiptalausnum og bætta samvinnu á vinnustað. Gestafyrirlesarar frá Swyx International og Microsoft á Íslandi segja okkur hvernig tæknin hjálpar okkur í daglegu starfi.

Meðal annars verður sagt frá hvernig fyrirtæki geta nýtt sér skýjalausnir á betri hátt en áður. Hvernig Swyx sjá IP samskipti vaxa til framtíðar og hvernig það bætir við upplifun og notkun Skype for Business. Ennfremur munum við kynna nýjungar í Office 365 eins og Plannar – skipulagstól og Groups – hópavinnutólið frá Microsoft.

Að lokum mun Gunnar Sigurðsson frá Verði fara yfir þeirra vegferð við val á nýju símkerfi.

Dagskrá:

 • Er allt að fara í Skýið?
  • Björgvin Jónsson, Svar.
 • Framtíðin í símkerfum, samþáttun Swyx & Skype
  • Joao Gonzaga CTO og Michael Hostback BDM frá Swyx.
 • Samþáttun við Swyx, biðraðakerfi og skjáborð.
  • Rúnar Sigurðsson, Svar
 • Betri samvinna. Office 365 – ekki bara tölvupóstur.
  • Sævar Haukdal, Microsoft Ísland
 • Vörður, tryggingarfélag, hvers vegna völdu þeir Swyx?
  • Gunnar Sigurðsson, tæknistjóri Varðar

Ráðstefnan verður haldin í Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 27. apríl milli 12:00 og 13:00 .

Aðgangur er ókeypis og er léttur hádegisverður er innifalinn.

Skráning er nauðsynleg á netfangið svar@svar.is .

Sjá meira hér

apríl 14 / Blogg

Fundarherbergjalausn – ný vara hjá Svar

Svar hefur hafið sölu á fundarherbergjalausn frá GoGet sem er Sænskt fyrirtæki. Í grunninn er um að ræða hugbúnað sem keyrir á Android stýrikerfi og sýnir stöðu fundarherbergis með m.a. litaskiptingu. Hugbúnaðinum er stýrt miðlægt af vef og er því um að ræða skýjaþjónustu þar sem hægt er að stýra öllum fundarherbergjum frá einum stað.

Hægt er að tengja lausnina við öll helstu bókanakerfi eins og t.d. Gmail, Exchange 2007-2016, O365 og Lotus Notes án neinnar viðbótar.

Ásamt því að sýna stöðu fundarherbergja þá hefur hún fleiri kosti en helst má nefna:

 • Smart Room Analytics – Sýnir helstu fundartíma, bókanir, dreifingar, opnanir osfrv.
 • Engin takmörkun á fjölda notenda.
 • Hægt að klæðskerasníða.
 • Hægt að „læsa“ fundarherbergjabókunum með pin kóða.
 • Hægt að bóka herbergið úr spjaldinu / eða leita að lausu herbergi.
 • Einfalt í uppsetningu.
 • Tengist að sjálfssögðu á einfaldan máta við O365.
 • Uppfyllir helstu kröfur IT deilda.

Lausnin var valin besta hugbúnaðarlausnin í sínum flokki af Infocomm 2015 og kemur í nokkrum útfærslum. Hægt er að kaupa eingöngu hugbúnaðinn eða að kaupa “allt í einum kassa” en þá kemur lausnin með spjaldtölvu með ISP skjá, veggfestingu sem felur kapla og hugbúnaðarleyfi til 3ja ára. Lausnin fæst bæði í 7″ og 10″.

Nánari upplýsingar fást í síma 510-6000 eða með tölvupósti á sala@svar.is

mars 3 / Blogg

Vinningshafi getraunar á UTMessunni.

Vá hver vann

Svar var með bás á Utmessunni í ár að vanda. Yfir 1000 ráðstefnugestir frá yfir 300 fyrirtækjum mættu á svæðið. Næstum 100 fyrirlestrar voru haldnir á 6 þemalínun, þar af 1 frá Svar en hingað mætti Allan Hoejberg frá HPe og fjallaði um hvernig IoT og snjalltækjavæðing kallar á nýjar nálganir og hugsanir í netvörnum fyrirtækja. Fyrirlesturinn var afar áhugaverður en hann má finna hér á Youtube.

Á básnum okkar var svo létt stemmning þar sem við gáfum gestum nýtt sælkerapopp frá Ástrík ásamt því að við buðum upp á stuttan spurningaleik. Í verðlaun var gisting hjá Hótel Húsafell ásamt 4rétta veislu á veitingastaðnum.

Sveinbjörn Þormar frá Greiðsluveitunni var dreginn út og kom hann við hjá okkur og tók á móti vinning sínum frá Guðbjörtu, fjármálastjóra Svar.

Við hjá Svar þökkum öllum ráðstefnugestum sem litu við hjá okkur ásamt öllum hjá Ský kærlega fyrir okkur og hlökkum til að mæta aftur  að ári.

 

febrúar 1 / Blogg

Tölvutækni alls staðar – Utmessan 2016

Tölvan verður þinn besti félagi

Hin árlega Utmessa fer fram fyrstu helgina í febrúar í ár. Ráðstefnunni er að vanda skipt upp þar sem fyrri dagurinn er ætlaður einungis fyrir ráðstefnugesti á meðan seinni dagurinn er opið fyrir öllum og frítt inn.

Svar tekur þátt þriðja árið í röð þar sem við munum leggja áherslu á að kynna netlausnir frá Aruba HPe fyrirtæki ásamt símkerfalausn okkar frá Swyx. Við hlutum þann heiður að vera boðið að halda fyrirlestur og mun Allan Hojberg, Network Ambassador frá HP enterprise, kynna hvernig sé best að verja netkerfin í síbreytilegum heimi snjalltækja internet hlutanna.

Fyrirlestur hans fer fram kl 11:10 í sal Silfurberg A og er hluti af öryggislínu ráðstefnunnar.

Allan og ráðgjafar Svars verða svo til taks á bás fyrirtækisins til skrafs og ráðagerðar  á föstudaginn. Á básnum fyrri daginn verður létt poppuð stemmning. Gestum gefst kostur á að smakka glænýtt sælkerapopp frá Ástrík auk þess sem við munum skora á ráðstefnugesti að svara nokkrum laufléttum spurningum. Einn heppinn þátttakandi verður svo dreginn út og hlýtur gjafabréf fyrir tvo hjá Hótel Húsafell sem gildir út árið 2016. Gjafabréfið inniheldur:

-Gisting í Deluxe herbergi

-4 rétta veisla að hætti kokksins

-Morgunverðarhlaðborð

-Aðgangur að sundlauginni Húsafelli.

Á laugardaginn verða ráðgjafar Svars til staðar með smá glaðning fyrir gesti..

Vertu viss um að líta við!