mars 3 / Blogg

Vinningshafi getraunar á UTMessunni.

Vá hver vann

Svar var með bás á Utmessunni í ár að vanda. Yfir 1000 ráðstefnugestir frá yfir 300 fyrirtækjum mættu á svæðið. Næstum 100 fyrirlestrar voru haldnir á 6 þemalínun, þar af 1 frá Svar en hingað mætti Allan Hoejberg frá HPe og fjallaði um hvernig IoT og snjalltækjavæðing kallar á nýjar nálganir og hugsanir í netvörnum fyrirtækja. Fyrirlesturinn var afar áhugaverður en hann má finna hér á Youtube.

Á básnum okkar var svo létt stemmning þar sem við gáfum gestum nýtt sælkerapopp frá Ástrík ásamt því að við buðum upp á stuttan spurningaleik. Í verðlaun var gisting hjá Hótel Húsafell ásamt 4rétta veislu á veitingastaðnum.

Sveinbjörn Þormar frá Greiðsluveitunni var dreginn út og kom hann við hjá okkur og tók á móti vinning sínum frá Guðbjörtu, fjármálastjóra Svar.

Við hjá Svar þökkum öllum ráðstefnugestum sem litu við hjá okkur ásamt öllum hjá Ský kærlega fyrir okkur og hlökkum til að mæta aftur  að ári.

 

febrúar 1 / Blogg

Tölvutækni alls staðar – Utmessan 2016

Tölvan verður þinn besti félagi

Hin árlega Utmessa fer fram fyrstu helgina í febrúar í ár. Ráðstefnunni er að vanda skipt upp þar sem fyrri dagurinn er ætlaður einungis fyrir ráðstefnugesti á meðan seinni dagurinn er opið fyrir öllum og frítt inn.

Svar tekur þátt þriðja árið í röð þar sem við munum leggja áherslu á að kynna netlausnir frá Aruba HPe fyrirtæki ásamt símkerfalausn okkar frá Swyx. Við hlutum þann heiður að vera boðið að halda fyrirlestur og mun Allan Hojberg, Network Ambassador frá HP enterprise, kynna hvernig sé best að verja netkerfin í síbreytilegum heimi snjalltækja internet hlutanna.

Fyrirlestur hans fer fram kl 11:10 í sal Silfurberg A og er hluti af öryggislínu ráðstefnunnar.

Allan og ráðgjafar Svars verða svo til taks á bás fyrirtækisins til skrafs og ráðagerðar  á föstudaginn. Á básnum fyrri daginn verður létt poppuð stemmning. Gestum gefst kostur á að smakka glænýtt sælkerapopp frá Ástrík auk þess sem við munum skora á ráðstefnugesti að svara nokkrum laufléttum spurningum. Einn heppinn þátttakandi verður svo dreginn út og hlýtur gjafabréf fyrir tvo hjá Hótel Húsafell sem gildir út árið 2016. Gjafabréfið inniheldur:

-Gisting í Deluxe herbergi

-4 rétta veisla að hætti kokksins

-Morgunverðarhlaðborð

-Aðgangur að sundlauginni Húsafelli.

Á laugardaginn verða ráðgjafar Svars til staðar með smá glaðning fyrir gesti..

Vertu viss um að líta við!

 

janúar 29 / Blogg

Ný þráðlaus lausn á Dillon bar og Chuck Norris Grill

Netið án snúru, hver hefði trúað því

Dillon bar og Chuck Norris grill á Laugarvegi bjóða upp á þráðlaust net á stöðum sínum, nú með hjálp Svar.
Verið var að innleiða nýja lausn sem sem veitir gestum aðgang að þráðlausa netinu gegn því að skrá sig inn í gegnum Facebook.

Þessi breyting einfaldar líf starfsfólks sem þarf ekki lengur að afhenda eða halda utan um lykilorð á netið. Með því að auðkenna sig á netið minnkar hætta á misnotkun þess, vinir notendans sjá staðsetningu hans á Facebook, notandanum er boðið að líka við Facebook síðu staðarins ásamt því að aukin samskipti á Facebook síðunni (check in og þátttaka) bætir stöðu hans hjá Facebook í nearby og leit.

Einnig má bæta við að lausnin aðlagar hraða netsins eftir því hversu margir eru á því og eftir því hvað verið er að gera. Þannig getur t.d. einn notandi sem er að horfa á háskerpu myndbönd ekki slökkt á netinu fyrir öðrum viðskiptavinum.

Ekki þarf að kaupa neina áskrift en við getum boðið upp á þessa þjónustu í mánaðarviðskiptum.

Þessi lausn bætir því ekki bara hag staðanna heldur gerir einnig fleiri notendum kleift að njóta netsins.

Við óskum Dillon og Chuck Norris Grill til hamingju með lausnina.

 

janúar 6 / Blogg

Uppfærslur á Swyx símstöðvum

Það er góður dagur til að uppfæra

Nýlega kom út uppfærsla á Swyx símkerfum sem eykur möguleika í notkun auk þess sem hún tryggir stöðugleika til framtíðar. Sérfræðingar Svars er nú á fullu við að uppfæra viðskiptavini okkar. Í einhverjum tilfellum munum við þurfa að uppfæra notendaútgáfu af símanum hjá viðskiptavinum en það er ávallt gert í samráði við viðeigandi.

Helstu kostir nýju útgáfunnar eru:

  • Samþætting við Skype for Business og Outlook 2016.
  • Stuðningur við Windows 10.
  • Jabra Direct stuðningur.
  • Útgáfa og stuðningur við Mac.
  • Snjallsímastuðningur
    • IOS útgáfan er komin, Android væntanleg í febrúar 2016.
  • Aukinn stöðugleiki.

Swyx og Svar mæla með að allir viðskiptavinir uppfæri í nýjustu útgáfu sem fyrst.

nóvember 30 / Blogg

Svar er Top Cloud Partner 2015

Top of the world

Nú í október hlaut Svar verðlaun frá Swyx fyrir framúrskarandi árangur í skýjalausnum á samstarfsaðila ráðstefnu Swyx í London.

Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir starf Svar en mikill vöxtur hefur verið í sölu á Swyx sem skýjalausn og þjónustum þeim tengdum.

Skýjalausn er nútímalausn á símkerfumfyrirtækja sem tryggir hámarksgæði þjónustunnar en lágmarksumsýslu fyrir þitt fyrirtæki. Sérfræðingar Svar sjá um rekstur og umsjón símkerfisins og ekki þarf að kaupa neinn miðlægan búnað. Ótal mögulegar útfærslur eru í boði, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Fyrirtæki geta bætt við þjónustusamningi og þannig tryggt sér fastan fyrirsjánlega kostnað við allt er við kemur rekstri símkerfisins.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hljóta þessi verðlaun sem endurspegla þann árangur sem við höfum náð í sölu á Swyx. 98% af viðskiptavinum okkar nota tölvusíma og farsíma sem samskiptatæki í mánaðarrekstri. Swyx styður þessa hugmyndafræði fullkomnlega með öflugri skýjalausn og ótal möguleikum  ásamt snjallforritum fyrir Android og iPhone. Nýji Swyx tengillinn fyrir Skype ásamt uppfærðum Mac síma mun bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri og betri möguleika til framtíðar.“ segir Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar.