janúar 30 / Blogg

Rafrænt bókhald er framtíðin

Um þessar mundir er mikið að gerast í heimi bókhaldsins, samfélagið kallar á umhverfisvænni lausnir og við hjá Svar leggjum okkur fram um að svara.
Á dögunum ræddi Fréttablaðið við Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóra Svar um Uniconta, nútíma bókhaldskerfi í skýinu. Þar fór hann í gegnum þá helstu kosti sem rafrænt bókhald hefur upp á að bjóða.
„Lausnir okkar eru rafrænar og sjálfvirkar. Enginn pappír því fylgiskjöl og reikningar berast rafrænt og sjálfkrafa inn í bókhaldið auk allra samskipta við bankana. Margir hafa beðið eftir pappírslausum viðskiptum í mörg ár og nú er það loksins orðið að veruleika,“ segir hann.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér
janúar 28 / Blogg

Getur bókhald verið skemmtilegt?

Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar kíkti í heimsókn í Bítið á Bylgjunni, þar sem að hann spjallaði við Heimi og Gulla um kosti rafræns bókhalds. Hvernig bókarar eru að nýta sér tæknina til að auðvelda þeim vinnuna og gera hana skemmtilegri.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér

ágúst 22 / Blogg

Verðbreytingar

Eftirfarandi breytingar munu eiga sér stað á verðskrá hjá þjónustudeild Svar frá og með 1. september 2018

  • Dagvinna sérfræðings 1  úr 15.500 í 16.900
  • Dagvinna sérfræðings 2 úr 17.500 í 18.900
  • Innleiðingarvinna sérfræðings 1 úr 17.900 í 19.900
  • Innleiðingarvinna sérfræðings 2 úr 19.900 í 21.900
  • Lagnavinna úr 9.900 í 11.900
  • Akstur 3.710 í 4.500
  • Fjarvinnugjald 1.490 í 2.490

Ástæður fyrir verðbreytingum eru almennar launahækkanir og dýrari aðföng.

mars 6 / Blogg

Tímaskráning Iðnaðarmanna

Skráðu tímana beint á verk

Tímaskráning alla leið í Uniconta
bókhaldskerfið og UniLaun launakerfið.

Með Intempus tímaskráningarkerfinu færð þú betri yfirsýn yfir þitt fyrirtæki og minnkar
tímann sem fer í að raða og flokka skráningarblöðum og gulum miðum.

Intempus gerir gerð reikninga og launauppgjör með UniLaun auðveldara og skilvirkara. Það þýðir einfaldlega meiri tíma til að gera vinnuna skilvirkari, arðbærari og skemmtilegri. Gamla pappírsvinnan leggst af og allt verður rafrænt og gegnsætt.

Fáðu tilboð í tímaskráningar hér

Við verðum á verk og vit 8 – 11 mars 2018

júlí 5 / Blogg

Mikil breyting á verðlagningu í reiki

Símafréttir

Í nýrri frétt á vef Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að mikil breyting verði á verðlagningu reikiþjónustu innan EES-svæðisins frá og með 1. ágúst. Fréttin er svohljóðandi:

Frá og með 1. ágúst nk. munu fjarskiptafyrirtæki ekki lengur verða með sérstaka verðskrá fyrir notkun farsíma og annarra fartækja í reiki innan EES-svæðisins.

Í staðinn munu verð fyrir þessa þjónustu verða samkvæmt innanlandsverðskrá þeirrar áskriftar sem hver viðskiptavinur hefur hjá viðkomandi farsímafyrirtæki að viðbættu sérstöku álagi sem er mismunandi fyrir hverja tegund notkunar.

Varðandi t.d. símtöl þýðir þetta að notandi sem staddur er t.d. í Þýskalandi og hringir í annan farsíma í Þýskalandi, eða öðru landi innan EES-svæðisins, mun borga samkvæmt innanlandsverðskrá fjarskiptafyrirtækis síns á Íslandi.

En við það bætast 5 evrusent, eða 8,71 kr. álag skv. gengi sem fest hefur verið varðandi reikinotkun til 1. júlí á næsta ári.

Ekki skiptir máli hvort hringt er í íslenskan síma eða síma sem er skráður í öðru EES-ríki.

Hér er um umtalsverðar breytingar að ræða þar sem fallið er frá þeim hámarksverðum fyrir reiki sem gilt hafa undanfarin ár, en í staðinn er miðað við verðskrá hvers farsímafyrirtækis innanlands og sett fast álag þar ofan á fyrir hverja tegund notkunar.

Álagið er lágt og því verður ódýrara í flestum tilfellum að nota símann eða önnur fartæki innan EES-svæðisins.

Eins og verið hefur verður verð fyrir íslenska reikinotendur fest í krónum fyrir eitt ár í senn.

Miðað er við meðalgengi mánuðina á undan gildistöku breytingar og gengið sem gilda mun frá 1. ágúst nk. til 1. júlí 2017 er 140,56 kr/€.

 

 Álag vegna notkunar í reiki verður sem hér segir:
 Að hringja  5 €cent  8,71 kr.
 Að svara  1,14 €cent  1,98 kr.
 Sent SMS  2 €cent  3,48 kr.
 Taka á móti SMS  Frítt  Frítt
 MB gögn  5 €cent  8,71 kr.

 

Áfram munu gilda reglur um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að senda viðskiptavinum sínum viðvörun vegna gagnanotkunar í reiki, þ.e. að viðskiptavinir fái viðvörun þegar kostnaður vegna gagnanotkunar í reiki er kominn í 80% af 50€ hámarki.

Einnig gildir áfram reglan um að lokað sé fyrir gagnanotkun í reiki við umrætt 50€ hámark nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir því að opnað sé fyrir slíkt.

Nánar hér.