janúar 30 / Blogg

Stefnt er að því að allir reikningar verði rafrænir.

Í nýrri frétt frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er greint frá því að allir reikningar eigi að vera rafrænir.

    „Stefnt er að því að á næstu árum verði all­ir reikn­ing­ar sem ber­ast til hins op­in­bera ra­f­ræn­ir. Í dag eru 70% reikn­inga vegna op­in­berra inn­kaupa ra­f­ræn­ir, en á næstu árum stend­ur til að þrengja enn frek­ar að notk­un papp­írs.

Ný reglu­gerð hef­ur tekið gildi hvað þetta varðar, en með henni er tek­inn upp evr­ópsk­ur staðall um ra­f­ræn­an reikn­ing, sem ríki og sveit­ar­fé­lög skulu styðja, en inn­leiðingu á að vera lokið 18. apríl næst­kom­andi.

Í frétta­til­kynn­ingu  frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti seg­ir að ra­f­ræn­ir reikn­ing­ar ein­faldi viðskipti fyr­ir­tækja við hið op­in­bera og dragi úr hindr­un­um og kostnaði í viðskipt­um jafnt inn­an­lands sem og milli landa.

Ra­f­rænn reikn­ing­ur er tölvu­les­an­legt skjal á XML-formi sem styður við sjálf­virkni í inn­lestri inn í fjár­hags­kerfi kaup­anda, en reikn­ing­ar á PDF-formi flokk­ast ekki sem ra­f­ræn­ir reikn­ing­ar.

„Notk­un ra­f­rænna reikn­inga fel­ur, auk um­hverf­is­sjón­ar­miða, í sér að af­greiðsla verður hraðari og ör­ugg­ari og send­ing­ar- og geymslu­kostnaður lægri,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Inn­leiðing ra­f­rænna reikn­inga hófst hér­lend­is árið 2007 og hef­ur hlut­fall þeirra farið hækk­andi ár frá ári, enda er kveðið á um það í gild­andi viðskipta­skil­mál­um rík­is­ins að all­ir reikn­ing­ar til rík­is­stofn­ana skuli vera ra­f­ræn­ir, nema um annað sé sér­stak­lega samið.“ (Mbl.is, 2019)

Þetta ferli fellur vel að okkar lausnum í bókhaldi og sölu. Endilega hafa samband við söludeild Svar í síma 510 6000 fyrir nánari upplýsingar.

 

Heimidlir: Mbl.is. (2019, 30.janúar). Allir reikningar verði rafrænir. Mbl.is. Sótt af https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/01/30/allir_reikningar_verdi_rafraenir/

janúar 30 / Blogg

Rafrænt bókhald er framtíðin

Um þessar mundir er mikið að gerast í heimi bókhaldsins, samfélagið kallar á umhverfisvænni lausnir og við hjá Svar leggjum okkur fram um að svara.
Á dögunum ræddi Fréttablaðið við Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóra Svar um Uniconta, nútíma bókhaldskerfi í skýinu. Þar fór hann í gegnum þá helstu kosti sem rafrænt bókhald hefur upp á að bjóða.
„Lausnir okkar eru rafrænar og sjálfvirkar. Enginn pappír því fylgiskjöl og reikningar berast rafrænt og sjálfkrafa inn í bókhaldið auk allra samskipta við bankana. Margir hafa beðið eftir pappírslausum viðskiptum í mörg ár og nú er það loksins orðið að veruleika,“ segir hann.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér
janúar 28 / Blogg

Getur bókhald verið skemmtilegt?

Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar kíkti í heimsókn í Bítið á Bylgjunni, þar sem að hann spjallaði við Heimi og Gulla um kosti rafræns bókhalds. Hvernig bókarar eru að nýta sér tæknina til að auðvelda þeim vinnuna og gera hana skemmtilegri.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér

ágúst 22 / Blogg

Verðbreytingar

Eftirfarandi breytingar munu eiga sér stað á verðskrá hjá þjónustudeild Svar frá og með 1. september 2018

  • Dagvinna sérfræðings 1  úr 15.500 í 16.900
  • Dagvinna sérfræðings 2 úr 17.500 í 18.900
  • Innleiðingarvinna sérfræðings 1 úr 17.900 í 19.900
  • Innleiðingarvinna sérfræðings 2 úr 19.900 í 21.900
  • Lagnavinna úr 9.900 í 11.900
  • Akstur 3.710 í 4.500
  • Fjarvinnugjald 1.490 í 2.490

Ástæður fyrir verðbreytingum eru almennar launahækkanir og dýrari aðföng.

mars 6 / Blogg

Tímaskráning Iðnaðarmanna

Skráðu tímana beint á verk

Tímaskráning alla leið í Uniconta
bókhaldskerfið og UniLaun launakerfið.

Með Intempus tímaskráningarkerfinu færð þú betri yfirsýn yfir þitt fyrirtæki og minnkar
tímann sem fer í að raða og flokka skráningarblöðum og gulum miðum.

Intempus gerir gerð reikninga og launauppgjör með UniLaun auðveldara og skilvirkara. Það þýðir einfaldlega meiri tíma til að gera vinnuna skilvirkari, arðbærari og skemmtilegri. Gamla pappírsvinnan leggst af og allt verður rafrænt og gegnsætt.

Fáðu tilboð í tímaskráningar hér

Við verðum á verk og vit 8 – 11 mars 2018