febrúar 17 / Uncategorized

Inn í nútímann með Uniconta

Erik Damgaard, stofnandi Uniconta hélt fyrirlestur á UTmessunni í Hörpu um liðna helgi.

Uniconta bókhaldskerfið sló í gegn á UTmessunni sem fram fór um helgina. Enda svarar kerfið kalli fjölda íslenskra fyrirtækja um einfaldara utanumhald og betri yfirsýn yfir gögn. Óttar Ingólfsson, sérfræðingur hjá Svar ehf segir kerfið einfalda málin svo um munar og leiða notendur inn í nútímann.

„Í nútíma viðskiptaumhverfi eru miklar kröfur gerðar um samþáttun rekstrarkerfa og það hefur hingað til verið leyst eins og hægt er með sérskrifum á gömlum kerfum. Utan á þau hefur þurft að hengja mikla forritunarvinnu til að nálgast upplýsingar úr mismunandi kerfum. Með Uniconta er hægt að tengja saman upplýsingar milli kerfa á einfaldan hátt,“ útskýrir Óttar.

Hver deild vinnur í kerfi sem hentar

„Sem dæmi geta ólíkar deildir innan fyrirtækis, svo sem söludeild, þjónustudeild, lager og bókhald, allar verið að vinna með sömu upplýsingar í rauntíma en í því kerfi sem hentar hverri deild. Söludeildin í CRM-kerfi og þjónustudeildin í beiðnakerfi og svo framvegis. Þetta sparar gífurlega mikla vinnu og tíma. 

Annað dæmi er lagerstaða og afgreiðslukerfi verslana. Netverslanir eru í miklum vexti og þekkt vandamál að birgðastaða er ekki í samræmi við afgreiðslukerfið/tölvukerfið. Með Uniconta höfum við samþáttað birgðastöðuna í bókhaldskerfinu við afgreiðslukerfi og vefverslunarkerfi þannig að ef eitthvað selst í versluninni lækkar birgðastaðan á öllum stöðum í rauntíma. Þetta er til mikillar hagræðingar og sérstaklega fyrir þá sem eru með hefðbundna verslun og vefverslun að auki. Verðstýring og vöruumsjón á einum stað og speglast þangað sem hún á að fara svo raunupplýsingar eru alltaf til staðar í rauntíma. Þetta hafa viðskiptavinir okkar ekki fundið annarsstaðar og það kemur þeim á óvart hversu framarlega Uniconta stendur. Uniconta er nútíma bókhaldskerfi sem er mjög notendavænt og í stöðugri þróun í takt við nútímann. Kerfið býður upp á það sem ekki var hægt áður á einfaldan og skilvirkann hátt,“ segir Óttar.

Þá sé Uniconta skýjalausn og uppfærslur gerast sjálfkrafa með því að opna kerfið að nýju, ekki ósvipað office pakkanum eða öðrum stórum skýjalausnum. „Það þarf því ekki að greiða aukalega fyrir hýsingu eða uppfærslur. Eins eru notendur með aðgengi hvar sem er og hvenær sem er inn í kerfið og skalanleikinn er gríðarlegur, það skiptir engu máli hvort fyrirtækið hefur einn starfsmann eða þúsund. Uniconta stækkar og vinnur með þér og hefur þú fullt vald yfir hvaða einingar þú vilt nota og greiðir bara fyrir það sem þú þarft. Eins getur Uniconta keyrt á gervigreind sem þá lærir á endurteknar aðgerðir sem hjálpar mikið til við bókhaldshlutann í rekstri fyrirtækja.“

Fjöldi manns hlýddi á Erik Damgaard segja frá.

Pappírinn úr sögunni

„Uniconta er fyrsta pappírslausa bókhaldskerfið sem boðið er upp á og uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavörslu (ISO27002). Kerfið geymir mynd af gögnum og hægt er að sækja prentútgáfu ef beðið er um það. Enn eru í gildi lög sem fara fram á að bókhaldsgögn séu aðgengileg á pappírsformi í ákveðin tíma en nú þegar eru áform um breytingar á því. Í gangi er samnorrænt átak um að nútímavæða bókhalds- og skattamál í samræmi við umhverfissjónarmið og einnig öryggissjónarmið og er Uniconta algjörlega tilbúið fyrir þá byltingu,“ segir Óttar.

Sigrún Edda Jónsdóttir, viðskiptafræðingur hefur góða reynslu af Uniconta.

Nánar má kynna sér kosti Uniconta á uniconta.is

maí 27 / Fréttir

Uniconta ráðstefna

Í síðustu viku var haldin ráðstefna á vegum Uniconta á Íslandi um framtíðarbókhaldið.

Aðal fyrirlesari var Erik Damgård eigandi og aðalhönnuður Uniconta.

Hátt í 300 manns sóttu ráðstefnuna sem tókst vel í alla staði.

Svar bindur miklar vonir við Uniconta sem framtíðarbókhald nútíma fyrirtækja.

Hér má sjá myndir frá ráðstefnunni.

febrúar 28 / Fréttir

Starf bókarans að gjörbreytast

Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars

„Er starf bókarans í fyrirtækjum meira en að breytast hratt; gæti það verið að leggjast niður? Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars, er í mjög forvitnilegu viðtali hjá Jóni G. í kvöld. Þeir ræða símavörslu í fyrirtækjum og hvernig hún hefur gjörbreyst á tuttugu árum. Brandarar um „Bellu símamær“ heyrast ekki lengur. Og hver kannast ekki við að fá skilaboð um að hann sé númer 20 í röðinni? Rúnar rekur fyrirtækið Svar sem selur símkerfi og bókhalds- og viðskiptakerfið Uniconta. „Við erum í skýjunum,“ segir Rúnar. Og að sjálfsögðu ræða þeir Jón G. og Rúnar um starf bókarans og hvernig það er að gjörbreytast“ (Hringbraut,2019).

Heimild: Hringbraut (2019, 28. febrúar). Hringbraut.is. Sótt af: http://www.hringbraut.is/frettir/starf-bokarans-ad-gjorbreytast

febrúar 14 / Blogg

Vefverslun Svar tækni

Í dag fór vefverslun Svar Tækni (verslun.svar.is) í loftið, en þar sem verið er að slípa til ferla innandyra hjá okkur verður einungis hluti af vöruúrvali okkar á síðunni hverju sinni.

febrúar 5 / Blogg

Ríkið tekur forystu í rafrænum lausnum.

Svar hefur lagt mikla áherslu á rafrænar lausnir og reynt að útrýma öllum óþarfa pappír. Það er mjög ánægjulegt að ríkið tekur nú forystu í þessum efnum og þann 15. febrúar síðastliðin var boðað til samráðsfundar með hagsmunaðilum.

Sjá nánar um verkefnið hér að neðan:

Nordic Smart Government

Nordic Smart Government er norrænt samstarfsverkefni fyrirtækjaskráa, skattyfirvalda, hagstofa og fleiri aðila á öllum Norðurlöndunum. Hvert þeirra hefur sitt landsteymi. Ríkisskattstjóri stýrir vinnu íslenska landsteymisins sem skipað er fulltrúum frá ríkisskattstjóra, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hagstofu Íslands.

Verkefnið er upprunnið hjá dönsku fyrirtækjaskránni (Erhvervsstyrelsen/Danish Business Authority). Það hófst árið 2016 og hefur stöðug samvinna verið milli Norðurlandanna síðan.

Markmið

Verkefnið snýst um að skipta handvirkum ferlum út fyrir sjálfvirka sem eykur bæði gæði gagna og sparar tíma fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá er einnig markmiðið að gera viðskipta- og bókhaldsgögn aðgengileg fyrirtækjum og stofnunum á sjálfvirkan og öruggan hátt í rauntíma. Þessi sjálfvirkni eykur aðgengi að gögnum fyrir nýsköpun, þar sem þau verða tiltæk til að styðja við þróun nýrra vörutegunda.

Ávinningur

Með verkefninu er ætlunin að lágmarka stjórnsýsluálag á fyrirtæki, auka hagnýtingu gagna, forðast handvirka skráningu og uppskera hámarksvirði upplýsinga. Með þessari hagræðingu mun fjármagn sparast bæði á vegum hins opinbera og fyrirtækja í atvinnugreinum. Hér að neðan eru nefnd nokkur atriði sem snúa að ávinningi fyrirtækja, stjórnsýslunnar, og annarra samstarfsaðila;

 

Ávinningur lítilla og meðalstórra fyrirtækja

  • Dregur úr álagi vegna umsýslu og sparar tíma með sjálfvirku bókhaldi og skýrslugerð
  • Gagnsær markaður sem leiðir til aukins trausts viðskiptafélaga
  • Virkari samkeppni og árangursríkara norrænt markaðssamstarf – og því meiri verðmætasköpun á okkar svæði
  • Einfaldar viðskipti yfir landamæri með samræmdum stöðlum

 

Ávinningur stjórnsýslunnar

  • Betri gögn leiða til skilvirkari skýrslugerðar og stjórnsýslu. Þau nýtast bæði við stefnumótun og gera eftirlit sjálfvirkara
  • Meira gagnsæi
  • Samhæfing stafrænna sprotaverkefna
  • Ávinningur samstarfsaðila
  • Bætt aðgengi að áreiðanlegum gögnum styður við nýsköpun á sviði rafrænnar þjónustu

 

Ítarefni

Nánari upplýsingar um Nordic Smart Government má finna á heimasíðu verkefnisins www.nordicsmartgovernment.org.

Heimild: Ríkisskattstjóri (2019, 28. febrúar). Nordic Smart Government. Rsk.is. Sótt af: https://www.rsk.is/um-rsk/nordic-smart-government/