Swyx símkerfi

Tengimöguleikar fyrir stafræna framtíð

Swyc símkerfalausnir

Áður fyrr var símkerfi fyrirtækja bundið við hefðbundinn borðsíma með takmarkaðri virkni. Í dag bjóða nútímasímkerfi eins og Swyx uppá umtalsvert meiri möguleika, hvort sem er í virkni eða sveigjanleika. Sama símkerfið fylgir þér hvort sem þú notar vinnustöð, fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Í mörgum fyrirtækjum heyra borðsímarnir sögunni til, rétt eins og heimilissímarnir. Flestir notendur Swyx á Íslandi notast við tölvusímann en ört vaxandi hópur notar eingöngu snjallsímann sinn og er samt sem áður hluti af símkerfi fyrirtækisins.

Swyx á ferðinni

Nútímasímkerfi elta þig þangað sem þú vilt fara. Með Swyx ræður þú hvar þú tekur við símtalinu eða skilaboðunum. Hvort sem er í gegnum símtæki eða tölvusíma á skrif-stofunni, eða farsíma á flakkinu þá fylgir Swyx þér.

Swyx í skýinu

Nútímasímkerfi eru í skýinu. Með Swyx í skýinu lágmarkar þú fjárfestingarþörf í eigin vélbúnaði. Einbeittu þér að þínum kjarnarekstri og leyfðu okkur, sérfræðingum í skýjalausnum, að sjá um tæknimálin.

Swyx kennslumyndbönd

Swyx símkerfi er afar einfalt og þægilegt í notkun þó það búi yfir ótal kostum. Við höfum birt nokkur kennslumyndbönd á Youtube þar sem farið er yfir helstu atriði.

Meðal atriða sem farið er meðal annars símtöl, símkerfið sjálft, viðveran, endurhringingar, áframsendingar, hópavirkni, símaskráin, símafundi og já viðbótina.

Youtube síðuna má finna hér.

Swyx einfaldleiki

Nútímasímkerfi gera flókna hluti einfalda. Með Swyx er leikur einn, bókstaflega, að flytja símtöl á milli samstarfsfélaga. Einfalt er að tengja saman útibú óháð staðsetningu, allir vinna saman í einu nútímasímkerfi.

Deila