Intempus

Tímaskráning alla leið í Uniconta bókhaldskerfið

Tímaskráning

Tímaskráning alla leið í Uniconta
bókhaldskerfið og UniLaun launakerfið.

Með Intempus tímaskráningarkerfinu færð þú betri yfirsýn yfir þitt fyrirtæki og minnkar
tímann sem fer í að raða og flokka skráningarblöðum og gulum miðum.

Intempus gerir gerð reikninga og launauppgjör með UniLaun auðveldara og skilvirkara. Það þýðir einfaldlega meiri tíma til að gera vinnuna skilvirkari, arðbærari og skemmtilegri. Gamla pappírsvinnan leggst af og allt verður rafrænt og gegnsætt.

 

Yfirsýn með tímaskráningu

Með Intempus tímaskráningum geturðu skráð upphafs- og endatíma verksins. Appið skráir sjálfkrafa tímana. Með Intempus skráir starfsmaðurinn einnig yfirvinnu, frídaga, rauða daga, veikindadaga og annað sem þarf að skrá hverju sinni.

Sjálfvirk skráning á akstri

Intempus gefur þér möguleikann að setja inn byrjunar og endastað á akstri, Intempus reiknar út ekna kílómetra. Appið gefur möguleikann á mismunandi skráningum á akstri til dæmis eftir því hvort ekið er á fyrirtækjabíl eða einkabíl.

Birgðaumsjón

Intempus gefur notandanum möguleika á að tengjast Uniconta birgðakerfinu. Þannig geta starfsmenn fylgst með notkun á birgðum á verkum sem eru í vinnslu. Það er einnig möguleiki að tengja bluetooth strikamerkjaskanna við Intempus, svo starfsmenn geti fundið á auðveldan hátt vörur úr vörubirgðunum.

Viðbótarverk

Með Intempus hafa notendur möguleikan á að setja inn viðbætur og kostnað, á verk sem eru í vinnslu. Með þessum valmöguleika er einnig hægt að fylgjast með vélrænum tíma sem er tengdur sérstökum verkefnum. Þennan valmöguleika er hægt að stilla að þörfum þíns fyrirtæki.

Einfalt stjórnborð

Intempus stjórnborðið gefur þér aðgang að öllum verkum, viðskiptavinum og starfsfólki. Intempus stjórnborðið er aðgengilegt í vafra í tölvunni þinni eða
á spjaldtölvu hvar sem er.

Samþykktu vinnuna

Í Intempus stjórnborðinu geta allar færslur verið samþykktar áður en þær fara yfir í Uniconta bókhaldskerfið. Hægt er að vera með nokkra notendur að
stjórnborðinu í einu.

Skýrslur

Í Intempus stjórnborðinu getur þú gert ýmsar skýrslur, t.d. fylgst með veikindaleyfum, sumarfríum og unnum tíma hverju sinni.

Sérsniðnar reglur

Með Intempus stjórnborðinu ertu með stjórn á hvaða verki starfsmennirnir þínir vinna í og hvað þeir hafa aðgang að og hvaða verkum þeir geta sinnt.

Samþáttun

Intempus stjórnborðið er samþáttað með Uniconta og UniLaun bókhaldskerfinu. Minnkaðu óþarfa vinnu við skráningar, því með Intempus fara skráningarnar með auðveldum hætti beint í Uniconta og UniLaun
tilbúið til útskriftar á reikningum eða reikna laun eftir samþykki þitt.

Intempus tímaskráning

Einfaldara bókhald

Fjöldi bókhaldsstofa vinnur með okkur við að aðstoða þig við bókhaldið, gerð
reikninga, launavinnslu og uppgjör.

Öll samskipti eru orðin rafræn og einföld, enginn pappír lengur.

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og fáðu prufuaðgang í 30 daga. Þú ert alltaf velkominn í Svar Síðumúla 35 til að fá frekari kynningu á Intempus, Uniconta og UniLaun.